Sólmyrkvi í fyrramálið

Deildarmyrkvi sést í fyrramálið:

Sólmyrkvi í fyrramálið

Mynd/Sævar Helgi Bragason.
Mynd/Sævar Helgi Bragason.

Deildarmyrkvi mun sjást í fyrramálið. laugardagsmorguninn 11. ágúst þar sem ský skyggja ekki á sól­ina. Í deildarmyrkva gengur tunglið fyrir hluta sólar.  Við hámark á þessum myrkva hylur tunglið 17-25% af þvermáli sólar séð frá Íslandi.  

Myrkvinn sést frá öllu landinu ef vel viðrar en nota þarf viðeigandi hlífðarbúnað til að sjá hann, sólmyrkvagleraugu og/eða sjónauka með sólarsíu. Ekki er nóg að nota venjulega sólglereugu.

Myrkvinn mun sjást frá öllu landinu ef vel viðrar. Deildarmyrkvinn er mestur norðvestanlands þar sem tunglið hylur um 14% sólar (14,5% á Hornströndum). 

Stjörnufræðivefurinn birtir tímasetningar fyrir eftirfarandi staði:

  • Á höfuðborgarsvæðinu snertir tunglið sólina kl. 08:10. Þar nær myrkvinn hámarki kl. 08:44 og hylur tunglið þá rétt rúmlega 10% af sólinni. Myrkvanum lýkur svo kl. 09:19. 
  • Á Ísafirði hefst myrkvinn kl. 08:10 og er í hámarki kl. 08:47 þegar tunglið hylur 14% sólar. Þar lýkur myrkvanum kl. 09:25.
  • Á Akureyri hefst myrkinn kl. 08:11 og nær hámarki kl. 08:48 þegar tunglið hylur 12% sólar. Þar lýkur myrkvanum kl. 09:25.
  • Á Egilsstöðum hefst myrkvinn kl. 08:13 og nær hámarki kl. 08:49 þegar tunglið hylur tæplega 11% sólar. Þar lýkur myrkvanum kl. 09:26.
  • Í Vestmannaeyjum hefst myrkvinn kl. 08:11 og nær hámarki kl. 08:44. Þá hylur tunglið tæplega 9% af sólinni. Myrkvanum þar lýkur kl. 09:17.

Veðurstofan birtir hér einnig upplýsingar um sólmyrkvann.

 Myndin sem fylgir fréttinni hér er fengin af vef Sjörnufræðivefsins og sýnir deildarmyrkva á sólu 21.ágúst 2017.

 

 

 

 

 

Nýjast