Slys ástæðan fyrir leyfi gunnars braga

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins ákvað í síðustu viku að stíga til hliðar og fara í leyfi frá þingstörfum í ótilgreindan tíma. Á vef Vísis kemur fram að ástæðan fyrir ákvörðuninni er að sonur Gunnars Braga fótbrotnaði illa í dráttarvélaslysi.

Frá þessu er greint á Vísi. Þar segir að slysið hafi fengið mjög á Gunnar. Sonur hans er bóndi sem á þrjú ung börn og vildi Gunnar Bragi vera til staðar fyrir fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.