Skuggahliðar rafbílavæðingarinnar

Notkun rafknúinna farartækja virðist vera mun rökréttari leið, ekki síst fyrir okkur Íslendinga, en notkun á farartækjum sem knúin eru dýru, innfluttu og mengandi eldsneyti. Hefur þetta m.a. borið á góma í máli frambjóðenda í komandi alþingiskosningum. Er samt allt eins fallegt í þessum efnum og reynt er  að segja okkur, eða á rafbílavæðingin líka sínar kolsvörtu skuggahliðar sem þola illa dagsljósið og fáir vilja tala um?

Á vefsíðu Amnesty International var birt athyglisverð grein þann 29. september síðastliðinn um skýrslu sem upphaflega kom út 2016 og var birt í TIME. Greinin fjallar um dökku hliðarnar á rafbílavæðingunni í heiminum þar sem flett er ofan af misnotkun á vinnuafli [The Dark Side of Electric Cars: Exploitative Labor Practices]. Í ljósi upplýsinga sem þar koma fram eru allir sem kaupa sér rafbíla í dag í raun að taka þátt í alvarlegri misnotkun á vinnuafli og vafasömum viðskiptaháttum í löndum þar sem hráefnið fyrir rafgeymana í fínu rafbílana er unnið. Sama má reyndar segja um okkur öll sem kaupum og notum snjallsímana góðu, þótt hlutfallslega fari tiltölulega lítið af kóbaltinu í framleiðslu á rafhlöðum í símana (ca 10 grömm) og fartölvurnar (ca  500 g) miðað við bílarafhlöðurnar (10 kg eða meira). Safnast þó er saman kemur.

Nánar á

http://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/skuggahlidar-rafbilavaedingarinnar/18385/