Sjálfstæðisflokkurinn fékk of háa styrki

Öll umrædd fyr­ir­tæki eru í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dóttur og fjöl­skyldu henn­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þurfti að end­ur­greiða 500 þús­und krónur af styrkj­unum frá fyr­ir­tækj­unum þremur þar sem þeir komu á end­anum allir úr sama vasa. 

Þetta kemur fram í útdrætti úr árs­reikn­ingi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem birtur var á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar í vik­unni. Flokk­ur­inn hafði skilað árs­reikn­ingi sínum til eft­ir­lits­ins fyrir 1. októ­ber, líkt og lög gera ráð fyr­ir, en útdrátt­ur­inn var hins vegar ekki birtur fyrr en tæpum tveimur mán­uðum síð­ar. Þá höfðu þegar verið birtir útdrættir úr árs­reikn­ingum allra ann­arra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi.

Nánar á

https://kjarninn.is/skyring/2018-11-28-sjalfstaedisflokkurinn-fekk-haa-styrki-fra-isfelagsfjolskyldunni/