Sjáðu hjartnæmt en átakanlegt myndskeið nemenda hagaskóla: „ekki í fokking lagi“

Samnemendur hinnar 14 ára Zainab Safari sem stundar nám í Hagaskóla og stendur til að vísa úr landi, hafa útbúið hjartnæmt en átakanlegt myndskeið þar sem þau krefjast þess að hún fái að vera áfram á Íslandi. Zainab er eins og áður segir aðeins 14 ára gömul en hefur þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Nemendur í Hagaskóla hafa mótmælt harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi.

Á vef Fréttablaðsins segir Katrín Árna­dóttir, vinkona Zainab að Zainab sjálf hafi átt hugmyndina að útbúa myndskeið. Tók það Katrínu tvo daga að safna þeim saman. Í myndskeiðinu má sjá vini Zainab og skólafélaga mótmæla ákvörðuninni. Katrín segir í samtali við Fréttablaðið:

„Mynd­bandið sýnir að það er enginn hér sem vill ekki hafa hana og það sé fá­rán­legt að senda hana úr landi. Það sýnir að fólkið í landinu vill hafa hana og fjöl­skyldu hennar hérna. Þau eru ekki að gera neinum neitt illt. [...] Hún er ó­trú­lega góð manneskja en hún er ekki sú heppnasta. Henni á að vera vísað úr landi og það er aug­ljós­lega ekki í fokking lagi.“