Silja Dögg: Földu peninga, lugu að þjóðinni og mættu ekki í vinnuna

Silja Dögg: Földu peninga, lugu að þjóðinni og mættu ekki í vinnuna

„Ofsóknarkenndin á sé ýmsar birtingarmyndir. Tímabært að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga - hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð. Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sósíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun.“

Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook. Silja fer öðrum öðrum um Miðflokkinn og beinir spjótum sínum helst að fyrrverandi þingmönnum Framsóknarflokksins. Silja segir:

„Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sósíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...

Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.

Svo verður þetta sama fólk sármóðgað ef minnst er á „einangrunarhyggju“.“

Bætir Silja við að hún velti fyrir sér hvort ekki hætti að kvikna á viðvörunarbjöllum hjá þjóðinni þegar fólk hlustar á málflutning Miðflokksmanna.  

„Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðugleika þeirra málflutnings?“

Nýjast