Sigríður segir dóm mde vera „umboðslaust póli­tískt at“

Sigríður Á. Andersen, þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ritar grein í Morgunblaðið í dag í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í dag.

Í grein sinni fjallar Sigríður um fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og setur það í samhengi við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að því að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði ekki verið samkvæmt lögum.

Hún segir í grein sinni að viðbrögð samfélagsins við dómnum hafi verið henni „sár vonbrigði“ og segir dóminn vera „umboðslaust póli­tískt at“ frá „pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg“.

„Þess vegna voru mér það sár von­brigði að sjá ís­lensk stjórn­mál, fjöl­miðla og rétt­ar­kerfið falla á kné þegar er­lend nefnd sem ekk­ert umboð hef­ur frá sjálf­stæðum Íslend­ing­um gerði at­lögu að dóms­kerfi okk­ar Íslend­inga. Aldrei áður í sögu lýðveld­is­ins höfðu hand­hafi fram­kvæmda­valds, hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds og hand­haf­ar dómsvalds á Íslandi, auk jafn­vel for­seta Íslands um­fram skyldu, fest nýja stofn­un í sessi með jafn af­ger­andi hætti. Lands­rétt­ur og dóm­ar­arn­ir fimmtán sem rétt­inn skipa hafa ein­stak­an stuðning þeirra er málið varðar.“

Ítarlega umfjöllun er að finna á Frettabladid.is