Segir það lensku að tala niður fjölmiðla

Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi.

Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum.

Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180709099/segir-thad-lensku-ad-tala-nidur-fjolmidla