Segir starfsmenn tilbúna að taka á sig launalækkun

Segir starfsmenn tilbúna að taka á sig launalækkun

„Mörg ykkar hafa lýst yfir áhuga á að hjálpa til og jafnvel spurst fyrir um hvort þið gætuð tekið þátt í fjármögnun með því að styðjast við hluta launa ykkar.“

Þetta er meðal þess sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, skrifar til allra starfsmanna flugfélagsins í tölvupósti í dag, í kjölfar frétta um að Icelandair hafi slitið viðræðum við WOW í dag.

„Ég er afskaplega þakklátur og ánægður að greina frá því að við erum að leita leiða til að gera ykkur öllum kleift að taka þátt, burtséð frá stærð [hlutar], því það væri stórkostlegt ef þið mynduð einnig verða hluthafar svo við getum haldið áfram að byggja WOW upp saman,“ skrifar Skúli einnig.

Hringbraut hefur heimildir fyrir því að hluti flugstjóra í flota WOW air hafi boðist til að taka á sig launaskerðingu svo félagið geti haldið áfram sjálfstæðum rekstri.

Nýjast