Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði.

Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk.

Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“

Nánar er fjallað um málið  í Fréttablaðinu.