Formaðurinn talar gegn hagsmunum félagsmanna

Námsmaður segir að formaður VR hafi talað gegn hagsmunum stórs hluta félagsmanna þegar hann hvatti verslunarfólk til að skella í lás á frídegi verslunarmanna. Formaðurinn segir útilokað að koma til móts við alla félagsmenn.

Starri Reynisson birti í dag opið bréf til formanns VR þar sem hann harmar ummæli hans og telur þau ganga þvert á vilja námsmanna, sem sé stór hópur félagsmanna VR.

„Mér var virkilega ofboðið vegna þess að nú eru námsmenn á vinnumarkaði stór hluti félagsmanna VR. Fyrir okkur getur það skipt gífurlega miklu máli að hafa þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum. Svo ég tali nú ekki um okkur sem erum á leigumarkaði. Hér er formaðurinn að tala gegn hagsmunum þeirra,“ segir Starri Reynisson, námsmaður.

Nánar á: http://www.visir.is/g/2018180819548/segir-formann-vr-tala-gegn-hagsmunum-stors-hluta-felagsmanna