Segir engan þora í gunnar smára og skósveina hans

Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það gerir hún undir forystu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins og skósveina hans, að mati Friðjóns.

Friðjón er afar ósáttur við að kjaraviðræðurnar hafi siglt í strand en segir að eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart.

Svívirðingar og ofbeldi

„Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ segir Friðjón í harðorðum pistli á Facebooksíðu sinni. Ef marka má hann er hlaupin veruleg kergja í deiluna, jafnt milli þeirra sem hafa setið við samningaborðið sem og utan þess. Friðjón telur verkalýðsforystuna fara fram með ofbeldi.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2019190229698