Samstarf um heimilisfrið

 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Andrés Proppé Ragnarsson, sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs. Gildistími samningsins er eitt ár. 

Heimilisfriður er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum sem sálfræðingar hafa veitt um árabil samkvæmt samningi við stjórnvöld, áður undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum 2016 – 2019 er kveðið á um endurskoðun starfseminnar sem hafi að markmiði að verkefnið bjóði upp á sérhæfða þjónustu fyrir karla og konur sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum og að efnt verði til útboðs um þjónustuna. Árið 2017 var gengið til samninga við verkefnið Heimilisfrið en þaðan barst eina umsóknin í opnu ferli sem Ríkiskaup höfðu umsjón með fyrir hönd ráðuneytisins.

Nánar hér.