Samkeppnislöggjöfin úrelt

Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta.
Samkeppniseftirlitið hefur um þessar mundir til rannsóknar samkeppnisleg áhrif nokkurra samruna sem eru í farvatninu hér á landi á vettvangi verslunar með eldsneyti og dagvöru.

Má þar nefna fyrirhuguð kaup Samkaupa hf. á 14 verslunum Basko verslana ehf.sem meðal annars reka verslanir 10-11, Iceland og Háskólabúðina. Fyrst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Haga hf. á Olís í fyrra en samrunatilkynningin var afturkölluð í mars á þessu ári. Síðan ný tilkynning barst um samrunann síðar í sama mánuði og hafa Hagar lagt til að félagið selji frá sér tilteknar verslanir Bónuss auk ákveðinna sölustöðva Olís og ÓB, í framhaldi af athugasemdum Samkeppniseftirlitsins.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180719325/samkeppnisloggjofin-urelt-ad-sogn-framkvaemdastjora-vidskiptarad