Samfelld styrking í 3-4 ár

Gengi krónu mælt með vísitölunni hefur styrkst um 7,7,% frá áramótum til 15. júní sl. Á tímabilinu hefur gengi krónu styrkst gagnvart öllum þrettán gjaldmiðlum vísitölunnar. Um þetta er fjallað í Hagsjá Landsbanka Íslands.

Af þeim fimm gjaldmiðlum sem mest vægi hafa í vístölunni hefur mest styrking krónu orðið gagnvart Bandaríkjadal eða um 11,8%.

Á móti evru nemur gengisstyrking krónu 5,7%. Gengi krónu gagnvart evru hefur styrkst milli mánaða í þrjátíu og eitt skipti á síðustu fjörutíu og þremur mánuðum.  

Gjaldeyrisforðinn er frekar stór en krónan hefur styrkst unadanfarna mánuði og ár þrátt fyrir umtalsverð gjaldeyriskaup Seðlabanka Íslands. Gengi krónun hefur haldið áfram að styrkjast frá afnámi fjármagnshafta.

Frá október 2013 hefur gengi krónu styrkst um 47%.

rtá

Nánar www.landsbankinn.is