Við viljum fyrirsjáanlegt líf

Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur segir mikil og sterk viðbrögð fólks við hvarfi og leitinni að Birnu Brjánsdóttur augljóslega vegna þess að fólk getur auðveldlega sett sig í spor hennar og aðstandenda. Þarna sé fjallað um heilbrigða unga stúlku og fólk hugsi ósjálfrátt til sinna nánustu. Aðrir missa ef til vill raunveruleikaskynið, eins og til dæmis þeir sem vilja taka beinan þátt í atburðarrásinni við rannsókn málsins; elti lögreglu á vettvangi og hlýði ekki boðum um að halda sig fjarri rannsóknarvettvangi.

Þóra, sem vinnur aðallega með áfallasálfræði, segir að fólk verði að sýna hvort öðru umburðarlyndi á samfélagsmiðlunum.  Þótt ummæli sem maður myndi ekki sjálfur láta falla sé best að dæma ekki aðra. Reiðin hjá sumum gagnvart fjölmiðlum má rekja til ótta, ótta við að samfélagið sé ekki öruggt. „Við viljum að lífið sé fyrirsjáanlegt“, segir Þóra, sem var gestur á Þjóðbraut í dag, fimmtudaginn 19.janúar.

 

Þjóðbraut er á dagskrá Kl.21 á fimmtudögum