Sala, skilnaður og skúli: þetta eru laun sigmars vilhjálmssonar

Eitt og annað hefur gengið á hjá fjölmiðla og veitingamanninum Sigmari Vilhjálmssyni. Sigmar gerði garðinn frægan fyrst á Popp tíví og hefur víða stígið niður fæti í fjölmiðlabransanum. Árið var viðburðaríkt hjá Sigmari en hann seldi allan hlut sinn í Keiluhöllinni í Egilshöll og í Hamborgarafabrikkunni. DV fjallar um tekjur Sigmars og þar segir að Sigmar hafi 1.4 milljónir á mánuði.

Líkt og kemur fram í tekjublaði DV urðu margir hissa þegar Sigmar og Jóhannes Ásbjörnsson ákváðu að hætta samstarfinu. Þá stóð Sigmar í málaferlum við annan viðskiptafélaga, Skúla Gunnar Sigfússon sem átti Subway. Fór svo að Sigmar vann málið.

Þá skildi Sigmar við eiginkonu sína eftir 20 ára samband en byrjaði síðan með Elínu G. Einarsdóttur lögfræðing. Þá var Sigmar ráðinn talsmaður svína-, eggja og kjúklingabænda.