Rúmlega 1000 öryrkjar fá ekki lífeyri

Rúm­lega 1.000 ör­yrkj­ar eru í land­inu sem ekki þiggja líf­eyri. Þetta kemur fram í frétt  á mbl.is sem vitnar í talna­gögn­ufrá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins.

Yfir 19 þúsund einstaklingar eru með 75 prósent ör­orkumat hér á landi og eiga rétt á ör­orku­líf­eyri. Undanfarin tíu ár hefur hins vegar fjölgað í þessum hópi um 4.300 og er það um þriðjungs aukning.

Í fréttinni segir að aðeins rétt rúmlega 18.000 ein­stak­ling­ar fái líf­eyri og hluti hóps­ins fái þar að auki skert­an líf­eyri vegna annarra tekna. Rúm­lega 1.000 ör­yrkj­ar eru í land­inu sem ekki þiggja líf­eyri.

Fólk sæk­ir því um örorkumat og fær metna ör­orku upp á 75 prósent án þess að eiga rétt á líf­eyri og ekki eru sérstakar skýringar á því hvað hvetur fólk til þess. Hvatar gætu þó legið í því þar sem öryrkja fá á stundum fríðindi t.d. sem tengjast börnum.