Rikki g öskraði stanslaust í listflugi – sjáðu myndbandið

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, oftast þekktur sem Rikki G, gekk í hnapphelduna á dögunum. Rikki er yfirmáta flughræddur og því brugðu vinir hans, sem höfðu veg og vanda af steggjun hans, á það ráð að láta hann fara í listflug.

Rikki er þekktur fyrir mikla innlifun þegar hann lýsir íþróttakappleikjum og því fylgir að raddböndin eru jafnan þanin. Úr hrópum hans hefur til að mynda verið gert rokklag:

Engin vöntun var á hrópum þegar Rikki var skikkaður í listflug, þrátt fyrir að vera haldinn gífurlegri flughræðslu. Egill „Gillz“ Einarsson útvarpsmaður og einkaþjálfari deildi myndbandinu á Twitter-síðu sinni. Sjáðu myndbandið og samskipti Egils og Rikka hér:

Töffarinn þú hefðir væntanleg bara kveikt í vindli og hlegið þegar vélinni yrði steypt niður Esjuna?? Þegiðu einu sinni á ævinni!!

— Rikki G (@RikkiGje) June 17, 2019