Ríkisstjórnin fallin samkvæmt gallup

Einungis 44.5% kjósenda styðja ríkisstjórnarflokkana nú samkvæmt Gallup könnun sem var tekin frá 31. maí til 1. júlí. Stuðningsflokkar stjórnarinnar fengju 29 þingmenn kjörna en stjórnarandstaðan 34.
 
Samkvæmt Gallup fengi Sjálfstæðisflokkur 24.5% sem gæfi 16 þingmenn, VG 11.5% og 7 þingmenn, Framsókn 8.5% og 6 menn. Alls 29 þingmenn.
 
Samfylking fengi 15.2% og 10 þingmenn, Píratar 13.1% og 9 menn, Viðreisn 10.4% og 7 þingmenn, Miðflokkur 8% og 5 menn, Flokkur fólksins 5.1% og 3 þingmenn.
 
Stjórnarandstaðan fengi því 34 þingmenn kjörna samkvæmt 6.000 manna könnun Gallups þar sem svör fengust frá helmingnum.
Nánar á ruv.is;