Regus opnar á Höfðatorgi

Regus opnar á Höfðatorgi

Regus á Íslandi býður nú tilbúnar skrifstofur til útleigu á 17. hæð Höfðatorgs við Katrínartún 2. Skrifstofurnar eru bjartar og líflegar með stórkostlegu útsýni yfir borgina. Á 2. hæð byggingarinnar er boðið upp á huggulega setustofu, „business lounge“, ásamt tveim glæsilegum funarherbergjum sem eru búin fullkomnasta fjarfundabúnaði sem völ er á.

Bæði viðskiptavinir Regus og utanaðkomandi starfsemi, jafnt fyrirtæki sem eintaklingar, geta nýtt sér þessa aðstöðu. Hægt er að kynna sér allar þær skrifstofulausnir sem við höfum upp á að bjóða, á heimasíðu okkar www.regus.is eða í síma: 5 27 27 87. 

Skrifstofuhótelið í Höfðatúni er það fimmta sem Regus opnar hér á Íslandi á þremur árum en fyrir eru starfsstöðvar í Ármúla, Tryggvagötu, Skútuvogi og Skipagötu á Akureyri.

„Höfðatorgið er kærkomin viðbót við það net sveigjanlegra vinnurýma sem við erum að byggja upp og við erum virkilega stolt af þessari glæsilegu aðstöðu sem við getum nú boðið uppá í þessum turni sem gnæfir yfir miðborginni,“ segir Tómas Ragnarz, framkvæmdastjóri Orange Project og Regus á Íslandi.

„Borgartúnið hefur á síðustu árum fest sig rækilega í sessi sem miðpunktur viðskipta og stjórnsýslu á Íslandi og okkur finnst frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar tækifæri til þess að koma sér vel fyrir í þessari hringiðu atvinnulífsins. Með þessari starfsstöð gefst smærri fyrirtækjum til dæmis einstakt tækifæri til þess að hasla sér völl í þessari glæsibyggingu, án þess að þurfa að festa sér heila hæð. Og nágrannarnir eru ekki af verri endanum en í húsinu eru meðal annars Fjármálaeftirlitið, Samherji, Olís, WOW air, Tower Suites Reykjavík, BBA Legal og  og þekkt fyrirtæki í almannatengslum og þekkingariðnaði.

Þegar er byrjað að taka á móti pöntunum en allir viðskiptavinir Regus hafa aðgang að vinnuaðstöðu og fundarherbergjum í öllum starfsstöðvum fyrirtækisins óháð því hvar fastastarfsemi þeirra er. Þannig geta leigjendur á Höfðatorgi haldið fundi eða komið við þegar þeim hentar á Akureyri eða í Tryggvagötu, svo eitthvað sé nefnt. 

Þar fyrir utan opnast þeim aðgangur að yfir 3000 starfsstöðvum Regus út um allan heim, í 900 borgum, 120 löndum og setustofum á 800 flugvöllum auk þess sem viðskiptavinir Regus hafa aðgang að 18 milljónum heitra WiFi-reita um víða veröld, meðal annars á hótelum og flugvöllum.

Nýjast