Ratcliffe kaupir jörð sem þórunn býr á

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði, sem breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur keypt að hluta. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem Ratcliffe hefur nú keypt af Jóhannesi Kristinssyni, viðskiptafélaga sínum. 

Þórunn hefur í málflutningi sínum hvatt til þess að strangar reglur gildi um erlent eignarhald á jörðum. Sérstök umræða um málaflokkinn fór fram á Alþingi 12. nóvember síðastliðinn að frumkvæði Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, og tók Þórunn til máls.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7853/