Rætt við Belindu Theriault um mennta- og vísindasamstarf við Bandaríkin

Ísland og umheimur á sunnudagskvöld:

Rætt við Belindu Theriault um mennta- og vísindasamstarf við Bandaríkin

Í níunda þætti Íslands og umheims sem er á dagskrá Hringbrautar sunnudagskvöldið 26. maí 2019 klukkan 20, er rætt við Belindu Theriault, framkvæmdastjóra Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi um mennta-, menningar- og vísindasamstarf við Bandaríkin.

Í febrúar 1957 undirrituðu ríkisstjórn Íslands og Bandaríkjanna samning um margvísleg menningarsamskipti. Þessum tvíhliða samningi var ætlað að efla gagnkvæman skilning milli þjóðanna „með fræðslustarfssemi er horfir til aukinnar þekkingar og starfsþjálfunar,“ eins og það var orðað í samningnum.

Þetta samstarf er ein af nokkrum áætlunum Bandaríkjanna um menningarsamskipti sem ætlað er að bæta fjölmenningarleg tengsl og menningarleg hæfni fólks í Bandaríkjunum og annarra landa. 
Þessi samstarfsáætlun sem er kennd er við öldungadeildarþingmanninn William Fulbright, nær í dag til 155 ríkja heims.

Fulbright stofnuninni á Íslandi starfar með fjárveitingum Bandaríkjanna og Íslands. Starfsemin felst í því að efla samskipti beggja ríkjanna á sviði mennta, vísinda og lista.

Stofnunin hér á landi rekur styrkjaáætlun og ráðgjafamiðstöð sem kennd er við „EducationUSA“.

Nýjast