Ráðherra á að segja af sér

Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, var á línunni í Ísland vaknar á útvarpsstöðinni K100 í morgun þar sem hann gagnrýndi heilbrigðisráðherra harðlega og sagði að hún eigi að segja af sér.

Þórarinn segir að vandinn í málaflokknum sé að vaxa hratt.  „Flestar tölur síðustu 2 árin eru mjög slæmar,“ segir Þórarinn, en það sem af er ári hafa 27 manneskjur undir 40 ára aldri látist af völdum neyslunnar.  „Aukningin er mest hjá þeim sem eru á milli 30 og 40 ára,“ segir Þórarinn.

Nánar á

https://k100.mbl.is/frettir/2018/09/12/radherra_a_ad_segja_af_ser/