Putin-símtal: þvert gegn leiðbeiningum

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór þvert gegn leiðbeiningum aðstoðarmanna sinna í símtali í gær við Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn á sunnudaginn. Á leiðbeiningablaði forsetans fyrir símatalið stóð skýrum stöfum: „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“.

Í frétt Washington Post um málið kom líka fram að í leiðbeiningarpunktunum var líka gert ráð fyrir að Trump ræddi sérstaklega við Putin um ásakanir um afskipta Rússa af kosningunum 2016 og um taugaeiturstilræðið í Bretlandi. En Trump kom inn á hvorugt í símtalinu.

Jafnvel þingmönnum Repúblíkana var nóg boðið. Þannig sagði John McCain öldungardeildarþingmaður í Twitterfærslu: „Bandaríkjaforsetar leiða ekki hinn frjálsa heim með því að að óska harðstjórum til hamingju eftir platkosningar. Og með því að óska Putin til hamingju móðgaði Trump alla þa rússnesku borgara sem meinuð var þátttaka í frjálsum og réttlátum kosningum.“