Pólitíkin og heimur orwells

Fordæmalaus staða er í pólitíkinni. Kosningar verða 28.október. Þrír flokkar geta fallið út af Alþingi samkvæmt tveimur nýjum könnunum Fréttablaðsins og Zenter. Við förum yfir stöðuna með Guðmundi Hálfdanarsyni, sagnfræðingi og Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðingi.

Saga George Orwells – 1984 – var sett á svið í Borgarleikhúsinu og frumsýnt 15.september. Tveir af þremur aðal leikurunum mæta í þáttinn, þau Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Valur Freyr Einarsson.

Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati ætlar að bjóða sig aftur á þing. Hann kemur í upphafi þáttar og Thelma Ásdísar, einn stofnenda Drekaslóðar ræðir við Lindu um áhrif baráttunnar gegn barnaníði, nú þegar ríkisstjórnin féll í tengslum við slíkt mál.