Pia og lýðræðið

Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra.

Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.

Nánar á

ttp://www.visir.is/g/2018180729732/pia-og-lydraedid-