Persónuvernd óskar eftir upptökum

Persónuvernd hefur óskað eftir því við lögmenn Báru Halldórsdóttur að fá hljóðupptöku hennar af Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn afhenta. Stofnunin hefur einnig óskað eftir því við Klaustur bar að upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá þeim tíma sem hljóðupptaka Báru átti sér stað verði afhentar stofnuninni. Þetta kemur fram í frétt Persónuverndar.

Í fréttinni kemur fram að nú þegar krafa um sönnunarfærslu fyrir dómi sé ekki lengur til úrlausnar dómstóla hefur stofnunin haldið meðferð málsins áfram. Niðurstöðu sé fyrst að vænta um næstu mánaðamót.