Pabbi alveg jafn sekur og mamma: „Einhverjir kennarar vissu af þessu líka. Enginn gerði neitt“

Pabbi alveg jafn sekur og mamma: „Einhverjir kennarar vissu af þessu líka. Enginn gerði neitt“

Ofbeldi er helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Þetta kemur fram í nýjum gögnum um ofbeldi gegn börnum á Íslandi sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kynnir í dag.

UNICEF fékk senda í aðdraganda átaksins sendar raunverulegar frásagnir þolenda.. Frásagnirnar eiga það sameiginlegt að þolendur voru börn og gerendur nákomnir þeim. Átakinu fylgir ákall til almennings um að ganga í breiðfylkingu fólks sem tekur afstöðu gegn ofbeldi á börnum. Hægt er að skrifa undir ákallið hér.

Hér fyrir neðan fylgir ein þeirra:

Mín fyrsta minning af ofbeldi af höndum móður minnar var þegar ég var um það bil 4-5 ára. Hún hafði hent mér í baðkarið heima og sprautaði á mig köldu vatni með sturtuhausnum. Ástæðan var af því að ég hafði pissað á mig. Mér var sagt frá öðru atviki sem var svipað, aftur fleygt í bað og sprautað á mig köldu vatni en ég man ekki eftir því. Var sagt að pabbi hefði komið heim og rifið mig úr baðinu. Þarna var ég um tveim árum eldri. Eitt sinn var ég kýld svo að sá á mér. Þá var ég orðin 10 ára. Þegar ég var komin á unglinsár var ofbeldi næstum vikulegur viðburður. Man eftir að hafa verið lamin með spýtu úr rúminu sem ég fékk í fermingargjöf og átti eftir að setja sama

Þegar ég var barn þá voru amma og afi minn vitni að því hvað gerðist. Veit ekki hvort einhver hafi gert eitthvað en efast um það þar sem þetta fékk að halda áfram. Pabbi vissi að sjálfsögðu af næsta tilviki en ég veit ekki til þess að eitthvað hafi verið gert. Þegar ég var kýld var mágur pabba vitni að því. Þegar ég var unglingur var ofbeldið orðin almenn vitneskja í skólanum milla krakkana. Ég veit að einhverjir kennarar vissu af þessu líka. En enginn gerði neitt.

Það sem ég áttaði mig ekki á fyrr en mörgum árum seinna þegar ég byrjaði að vinna úr þessu er að móðir mín beitti mig líka miklu andlegu ofbeldi. Ég var aldrei nóg. Ég var aumingi fyrir að pissa í buxurnar. Ég grét við minnsta tilefni, og er það engin furða miðað við framkomuna við mig. En ég var aumingi og grenjuskjóða. Ég var sjálfselsk og hugsaði bara um sjálfa mig. Sem endaði auðvitað í því að ég hætti að setja sjálfa mig í fyrsta sætið og hugsaði um tilfinningar annara áður en ég spáði í mínum eigin. Ofan á þetta varð ég fyrir einelti í skólanum, enda var ég gott skotmark.

Það var búið að brjóta mig niður heima. Ég pissaði undir og vegna þess að ég varð svo smeyk við að láta heyra í mér í skólanum þorði ég ekki að biðja um að fara á klósettið á pissaði á mig í skólanum. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin og fór að vinna úr þessu öllu saman sem ég hætti að pissa í rúmið. Ég var aumingi og auli og varla þess virði að hugsa um fyrir að pissa í rúmið en svo kom í ljós að ástæðan fyrir því var af því að mér var talið trú um að ég væri aumingi og einskins virði.

Oft hugsa ég til þess hvernig lífið hefði getað orðið ef einhver hefði bara gert eitthvað! Jú mamma beitti mig ofbeldi en pabbi stóð bara hjá. Hann er alveg jafn sekur og hún var þegar þau bjuggu ennþá saman.

Nýjast