Óttast ekki vandræði stjórnarinnar

Stjórrnarherrarnir og frúin munu virða friðinn og halda hann í vetur að mati Karls Garðarssonar og Stefán Einars Stefánsson sem eru gestir Ritstjóranna á Hringbraut í kvöld, en þeir eru nú hluti nýs fréttaþáttar á sjónvarpsstöðinni sem hefst klukkan 21:00 og lýkur 22:00.

Ritstjórarnir verða í miðjum þættinum í vetur, hefja upp raust sína klukkan 21:30 - og það vantar ekki umræðuefnin í kvöld; þingveturinn fram undan, hrunið í kvikmyndagerðinni, stormurinn í vatnsglasi borgarinnar, átökin um bólusetningarskyldu, veika stöðu flugfélaganna og litla betra hlutskipti einkarekinna fjölmiðla í keppni við ríkisvaldið.

Þeir Karl og Stefán Einar fara um víðan völl með Sigmundi Erni og verða seint sagt skoðanalausir.