Ótrúleg óskammfeilni

Ótrúleg óskammfeilni

Þær fréttir að þingmenn og ráðherra hafi fallið í þá freistni að setja fasteignir sínar í skammtímaútleigu á sama tíma og mikill skortur ríkir á húsnæðismarkaði ber vott um annað hvort ótrúlega óskammfeilni eða fullkominn dómgreindarbrest viðkomandi. 

 

Stjórnmálamenn geta ekki talað um skort á húsnæðismarkaði og kallað eftir samfélagslegum lausnum einn daginn og aukið á vandann hinn daginn vegna persónulegra hagsmuna daginn eftir. 

 

Stjórnmálamenn sem ætla að láta taka sig alvarlega verða að standa sig betur en svo í einkalífinu.

Nýjast