Ósætti í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er afar ósáttur við ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til fimm ára. Í samtali við RÚV segir hann ekki litið til efnahagslegra og samfélagslegra þátta í ákvörðun Kristjáns:

„Hún veldur mér miklum vonbrigðum þessi ákvörðun. Ég er ósammála því að ráðast í þessar hvalveiðar eins og komið hefur fram í máli mínu áður. Þarna lítur ráðherrann til ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar sem er gott og vel en mér finnst vanta að líta til fleiri þátta þegar kemur að sjálfbærri nýtingu, eins og efnahagslegra og samfélagslegra þátta. Svo það sé alveg á hreinu er þetta ákvörðun sjávarútvegsráðherra og í hans boði. Ég er bara ósammála þessu en valdheimildirnar eru hjá sjávarútvegsráðherra. Þannig að þetta eru bara ákvarðanir sem hann getur tekið.“

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/02/20/osaetti-rikisstjorninni-veldur-mer-miklum-vonbrigdum/