Orð eru ekki athafnir

Sérfræðingar um þýsk stjórnmál vilja gera sem minnst úr ummælum kanslara þýska Sambandslýðveldisins. Angela Merkel var að tala á stjórnmálafundi í Bæjaralandi en það er þýsk venja í pólitík segja eitt og annað um Bandaríkin og Bandaríkjamennn og framkomu þeirra í samskiptum við þýska Sambandslýðveldisins og Þjóðverja.

Stór orð eru þá ekki spöruð. Þetta er ekki tilefni til þess að halda að nú kastist í kekki milli Washington D C og Berlínar. Angela Merkel háir nú kosningabaráttu og þá er ekki ástæða til að tala undir rós um utanríkismál og hagsmuni Þýskalands innan Evrôpu sem og utan.

Sömu sérfræðingar rifja upp að Donald J Trump hafi í sinni kosningabaráttu sagt margt sem ekki kalli á skýringar nú þegar hann er forseti Bandarikjanna. Þetta er pólitík. Annað ekki.

Angela Merkel segir á heimavelli það sem best hæfir henni og best hentar hennar flokki. Engin ástæða er til að halda að samband þjóðanna tveggja sé ekki traust. Orð eru ekki athafnir. 

rtá