Önnur stefna vegna magnúsar

Þrotabú United Silicon stefnir Magnúsi Garðarssyni öðru sinni.

Fyrrverandi forstjóri United Silicon er grunaður um að hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um yfir 600 milljóna króna fjárdrátt.

Rúv.is segir frá að Þrotabú United Silicon hafi höfðað annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Garðarssyni, stofnanda félagsins, fyrir meint fjársvik hans.

Málið var höfðað í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun ágúst og snýst um 570 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 71 milljónar króna, sem Magnús er talinn hafa látið leggja inn á bankareikning í Danmörku og nýtt í eigin þágu.

Meira hér á vef ruv.is