Óli ben: þú færð milljón ef þú finnur þessa lykla

Aðfaranótt föstudagsins 30. ágúst var brotist inn á bílasölu notaðra bíla í Árbæ.  Þaðan var stolið miklu magni af lyklum ásamt þremur bílum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og er búið að hafa uppá einum bílnum og taka úr honum sönnunargögn og er hún að vinna í þeim þessa stundina ásamt myndum úr myndavélum.

Þetta segir Ólafur Konráð Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá Bílabúð Benna. Hann lofar hverjum þeim sem finnur lyklana einni milljón króna. Þá fær sá sem finnur hvert sett og kemur til Ólafs 5.000 krónur. Ólafur segir:

„Mér er alveg sama hvort þjófarnir sjálfir nást eður ei, og ef þið skilið lyklunum sjálfir inn þá spyr ég engra spurninga hvar þið fenguð þá og hvernig og borga ég ykkur nákvæmlega sömu upphæð og öðrum eða við gerum samkomulag að láta peninginn renna til styrktar SÁÁ eða öðru góðgerðafélagi. Eins borga ég fyrir þær ábendingar sem verða til þess að lyklarnir finnist. Fullum trúnaði heitið. Þá segir Ólafur að lokum:

„Vinsamlegast deilið á sem flesta staði. Með fyrir fram þökk Óli Ben 825-2240.“