Ók undir áhrifum fíkniefna með þrjú börn í bílnum

Ók undir áhrifum fíkniefna með þrjú börn í bílnum

Í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Mosfellsbænum. Ökumaðurinn var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.  Læknir kom á lögreglustöð og mat ökumanninn óhæfan til aksturs.  Í bifreiðinni með ökumanni voru þrjú börn á aldrinum 11 til 12 ára  og var Barnavernd kölluð til við afgreiðslu málsins.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar er einnig greint frá nokkrum tilvikum af ofurölvun í gærkvöldi, en í þremur þeirra þurfti að vista aðila í fangageymslu sökum annarlegs ástands.

Eitthvað var um að bifreiðir væru stöðvaðar vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg og engar tilkynningar um líkamsárásir.

Nýjast