„ógeðslega þjóðfélagið“ næst á upptöku

Við höfum gengið í gegnum svo margt sameiginlega síðasta áratug. Áhyggjur, vonir, væntingar, uppgjör, valdeflingu og breytingar. Stundum vonbrigði, en almennt viljann til að bæta okkur og samfélagið.

Í kosningunum 2013 var kosið um hvernig Nýja-Ísland ætti að líta út. Helsta uppgjörinu við hrunið var lokið. Erfiðleikarnir voru að mestu afstaðnir og kominn tími til að byggja á nýja grunninum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom fullskapaður fram í stjórnmálum og vann stórsigur með loforði um að lækka húsnæðisskuldir um 20 prósent og afnema verðtryggingu, nokkuð sem vinstri stjórninni hafði mistekist í hreinsunarstarfinu. 

Við fengum fljótlega að kynnast niðurstöðunni. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um hið gagnstæða fyrir kosningar ákvað nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, eða Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu, einn síns liðs og án þess að ræða málið á Alþingi. Við tók ein ruglingslegasta stjórnmálaumræða síðari ára þar sem ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks reyndu að sannfæra þjóðina um að þetta væri allt misskilningur, það væri ekki búið að draga umsóknina til baka, en það væri samt búið að slíta viðræðunum, það hefði verið sent bréf og ekki sent bréf, en allt væri þetta pólitískt ómögulegt.

Strax eftir að hafa verið forsætisráðherra í einn mánuð gerði Sigmundur Davíð Ríkisútvarpið að helsta óvininum. Þessi þráður hefur haldið honum síðan, að fjölmiðlar séu vondir, en hann sjálfur rödd skynseminnar og holdgervingur baráttu gegn ótilgreindum illviljuðum öflum. Fyrir síðustu kosningar hélt hann þræðinum gangandi með því að lofa að stefna þremur fjölmiðlum fyrir meiðyrði. Sem hann hefur þó ekki staðið við.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7959/