„Ófyrirséð mál koma alltaf upp“

Alþingi tekið til starfa - pólitíkin framundan:

„Ófyrirséð mál koma alltaf upp“

Stefnuræða forsætisráðherra var flutt í gær á Alþingi og umræður venju samkvæmt um hana á eftir. Átta flokkar eru á þingi og samsetning stjórnar og einnig stjórnarandstöðu nokkuð undarleg– á báðum vígstöðvum. Í samfloti eru flokkar sem eiga æða fátt skylt. Í ljósi umræðna í gær spyrjum við: Hvar virðast flokkarnir staðsetja sig pólitískt? Hvernig verður komandi þingvetur.

Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Stefanía Óskarsdóttir fara yfir stjórnmálin nú við upphaf þings – fjárlagafrumvarpið er kynnt í dag og svo fleiri stór mál framundan - í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld.

Stefanía benti á að minnihlutinn hafi ekki burði til að vera valkostur við ríkisstjórnina, stjórn sem hefur bara eins manns meirihluta. Hún bendir líka á að þótt allt virðist með friði og spekt á stjórnarheimilinu þá komi allt upp alls konar ófyrirséð mál. Af orðun hennar má því álykta að alls ekki sé útilokað að stjórnin falli um eitthvað af þeim málum sem koma upp og eru erfið pólistíkst.

Aðallega mun þó stjórni þurfa að eiga við rótttækari verkalýðsforystu þótt sú forysta tali að hennar mati í og úr með róttækar aðgerðir – um það á allt eftir að koma í ljóst en það verður mikil áskorun fyrir stjórnina sem hefur haldið fjölda marga samráðsfundi með hagmunaöflum í launþegahreyfingunni og atvinnurekendum.

Þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir eru eins sundurleitir og innbyrðis í átökum líka þá má miklu frekar líkta á verkalýðshreyfinguna sem stjórnarandstöðina í landinu. 

Eiríkur benti einnig á að hér á landi sé alltaf verið að reyna norrænt kjaramálamódel en það takist ekki.

Nýjast