Óbilandi atorka

Óbilandi trú forsætisráðherra Stóra-Bretlands Theresa May á því að Bretum lukkist að leiða Brexit viðræðurnar við Evrópusambandið (ESB) til farsælla lykta er fyllilega réttlætanleg segja breskir stjórnmálaskýrendur. 

Horfur eru því á að á stefnumóti ríkisoddvita ESB í Brussel í næsta mánuði verði lagt fram fyrsta uppkast að samningi milli ESB og Stóra-Bretlands um útgöngu landsins úr sambandinu. 

Stóra-Bretland býr við rýrnandi völd og hnignandi veg í heimsmmálum.  Sum minni háttar viðbrögð vegna þeirrar áreynslu sem Brexit áformið veldur hafa verið bæði leiðinleg og skaðleg og mörgum vinum Breta á Íslandi ærið áhyggjuefni. 

En Bretar snúast þannig við vandanum að þeir hafa enn einu sinni sýnt og sannað hina frábæru og óbilandi atorku sína.  Enda þótt Bretar séu við útgöngu ekki lengur ein voldugasta þjóð Evrópu eru Bretar samt sem áður þjóð sem skipar veglegan sess í heimsmálum.  Rétt að að þessu sé haldið til haga af næstu ríkisstjórn á Íslandi.

[email protected]