Nýr liðsmaður: fiskikóngurinn

Vetrardagskrá Hringbrautar er að komast á fullan skrið eftir að skipt var um takt yfir hátíðarnar, en fjöldi nýrra þátta mun líta dagsins ljós á næstu vikum og er óhætt að segja að fjölbreytnin sé þar í fyrirrúmi.

\"Við erum stolt af því að bjóða landsmönnum upp á á annan tug frumsýndra innlendra þátta af öllu tagi í hverri viku,\" án þess að ríkissjóður þurfi að leggja til þess krónu, \"en þetta er ekki sjálfgefið,\" segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri Hringbrautar og þakkar áhorfendum stöðvarinnar hlýjar móttökur á þeim rétt tæpu þremur árum sem stöðin hefur verið í loftinu, svo og kostendum og auglýsendum sem átta sig á því í æ ríkari mæli að Hringbraut er góður valkostur til að kynna vöru sína og þjónustu.

Lífið er fiskur, er nýjasti íslenski þátturinn á dagskrá Hringbrautar, en þar sprangar fiskikóngurinn Kristján Berg um land allt og kynnist því hvernig landinn handerar sjávarfang af öllu tagi - og eru þættir hans frumsýndir öll mánuadagskvöld klukkan 20:30.

Fram undan eru svo fyrstu sýningar á óvenjulegum bílaþáttum, svo ekki sé meira sagt, forvitnilegum þáttum um Þorrann, fjörlegum þáttum um jaðaríþróttir, fræðsluþættum um sjónina og heyrnina og heimildarmyndaröð um helstu sigrana á vegferð verkalýðshreyfingarinnar sem er unnin í samvinnu við Alþýðusamband Íslands.

Og er þar fátt eitt nefnt, segir dagskrárstjórinn sem bráðum fagnar þriggja ára afmæli Hringbrautar með starfsfólki sínu og tryggum áhorfendum.