Nýr forstjóri íslandspósts afþakkaði nýjan bíl

Í sjónvarpsþættinum 21, sem verður sýndur hér á Hringbraut í kvöld, segir Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri Íslandspósts, að hann hafi afþakkað nýja bifreið sem fyrirtækið bauð honum þegar hann hóf störf hjá því. Íslandspóstur hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna rekstrarerfileika fyrirtækisins og veitti ríkisstjórnin fyrirtækinu nýverið neyðarlán upp á 1.500 milljónir króna. Í samtali við Birgi segir hann að niðurskurður sé óumflýanlegur, en segir þó að hann ætli að einbeita sér að skera í stjórnun fyrirtækisins. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson settist með Birgi til að ræða framtíð Íslandspósts og hvernig hann sjái framtíð fyrirtækisins fyrir sér.

Hér að neðan má sjá stutta yfirferð um það sem verður í þætti kvöldsins.