Núna eru nýjar umferðarreglur í samskiptum

Svala Ísfeld Ólafsdóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og formaður refsiréttarnefndar mætir í 21 til Lindu Blöndal ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa og stofnanda síðunnar #ískuggavaldsins sem var opnuð í beinu franhaldi af #MeeToo en þar sögðu konur í stjórnmálum sína upplifun af kynferðisofbeldi – áreiti eða niðurlægingu á þeim vettvangi.

Þær ræða hver áhrif \"MeToo hafi orðið síðan í október í fyrra. 

Árangur hefur náðst með þessari byltingu segja báðar. Heiða Björg telur að hún hafi haft áhrif inn í stjórnmálin á þann veg að margt fólk samþykki ekki lengur viðhorf sem hafi haldið við ríkjandi valdakerfi sem halla á konur.

Það hafa verið settar nýjar umferðarreglur í samskiptum, segir Svala til að draga saman hvað hefur áunnist. Í dómskerfinu þar sem konur stofnuðu líka sína eigin “MeToo þá sagði frá reynslu kvenna þar inni af kynferðislegu misrétt. Svala sagði að við yrðum samt að treysta á að fólk væri faglegt í réttarkerfinu þótt menningin innan réttarkerfisins væri líka lituð af kynferðislegri niðurlægingu fyrir konur, þótt slíkt væri umhugsunarefni líka að þetta gæti tilefni til efasemda um réttlátt dómskerfi.

Eitt tíst á Netinu fyrir ári síðan varð að byltingu, flóðbylgju sem fékk merkið #MeToo.

Svala sem ritstjóri Lögréttu skrifaði á þessa leið í inngangi sínum í ritið: „Í ár eitt ár síðan eða hinn 5. október í fyrra sem skýrt var frá því í New York Times að hinn sextíu og fimm ára gamli kvikmyndaframleiðandi og Óskarsverðlaunahafi, Harvey Weinstein, væri sakaður um kynferðisbrot gegn tugum kvenna á þrjátíu ára tímabili“.

„Ásakanirnar opnuðu flóðgáttir. Konur í öðrum löndum hófu að deila reynslusögum af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni undir myllumerkinu #metoo. Konur, sem tilheyrðu sömu starfsstétt eða voru í sömu stöðu, stofnuðu með sér hópa á samfélagsmiðlum þar sem þær sögðu hver annarri frá ofríki, kynbundu eða kynferðislegu áreiti eða ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir“