Ný skrifstofa vinnumála á sauðárkróki

Ný þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar mun skapa tólf til fjórtán ný störf á Sauðárkróki þar sem skrifstofan verður staðsett. Um er að ræða þjónustuskrifstofu húsnæðisbóta vegna nýrra laga um húsnæðisbætur fyrir fólk á leigumarkaði.  Þór Hauksson Reykdal hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns hinnar nýju þjónustuskrifstofu og tekur til starfa 1.september næstkomandi.  

Lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar 2017 en fyrsta greiðsla til einstaklinga á að verða 1.febrúar 2017.