Norðausturland

Við lifum óvenjulega tíma  umróts á alþjóðasviðinu með tilheyrandi flóði upplýsinga og sleggjudómum fjölmiðla, okkar eigin og hinna erlendu. Vænta má að  mikill meirihluti fólks á Íslandi hafi sæmilega yfirsýn yfir þróun mála, íþróttir og veðrið fjær og nær  fyrir tilstilli prentmiðla, sjónvarps , útvarps  eða af interneti á tölvuskjánum . Margvíslegt visælt efni er á norrænu stöðvunum eins og fréttirnar t.a.m. á CNN, BBC eða Fox. Þannig mátti í beinni útsendingu fylgjast með slysalendingu Brexitviðræðnna með afrdráttarlausri höfnun breska þingsis á samningsniðurstöðum Theresu May 15. janúar. Verði enginn samingur um viðskipti við ESB kallar það á efnahagslegar hamfarir yfir Breta og veldur öðrum skaða, þar með talið Íslandi. Utanríkisþjónustan vinnur dyggilega að því að tryggja alla okkar hagsmuni í sviptingunum í Bretlandi.  Þessi  furðulega Evrópuferð þeirra gæti boðað einskonar Titanic slys landsins var sagt í Westminster.  Ekkert bendur til upplausnar ESB né varðar þetta framtíð Evrópska efnahagssvæðins enda aðild Breta að því rædd sem ein lausn vandans.  May stóðst naumlega vantraust í breska þinginu 17. janúar og boðar nýjar tillögur sem ræddar eru í London og fluttar í Brussel innan fárra daga.

 

Á öðrum sögulega grónum sviðum utanríkismála en í Evrópu, eru góðar fréttir, einkum er varðar náið  samstarf við Bandaríkin og fram kom á fundi utanríkisráðherranna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Mike Pompeo í Washington þann 7. janúar s.l.  Því ber að fagna með þakklæti.    Í  grein í Mbl. 12 þ.m.,  tekur Björrn Bjarnason mjög í þennan streng um fundinn í Washington en bendir á þörf þess  að litið sé til norðausturhorns  landsins vegna staðsetningar landvarna.

 

 

En eins og víðar eru fordómar eða villandi viðhorf fortíðar yfirfærð á óskyldar aðstæður, einkum varðandi NATO og Evrópusamband nútímans. Tortryggni ríkir um Evrópumál vegna stórlega misheppnaðrar fiskveiðistefnu ESB . Ógn vegna árásarstríðs Rússa með kjarnavopnum, eins og í Kúbudeilunni 1962, er ekki aðsteðjandi heldur tölvuárásir.   Engu að síður komast nauðsynlegar og auðskiljanlegar tölvuvarnir ekki að i fjölmiðlum, fullir vandlætingar vegna skandalamála. En annað og miklu meira mál, sem hvílir í þögninni, er stefna Kínverja að byggja upp efnahagsleg/pólitísk ítök sem víðast um heim og hefur Ísland þar orðið fyrir valinu.

 

Ekkert fær breytt því að landlega  Íslands og nátturugæði gera nálæga hátekjumarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum einn eðlilegra kosta í viðskiptum. Fríverslun  á  s.k.“ Asíugátt“ er af viðskiptaástæðumvæntanlega lítils virði fyrir okkur. Það má hins vegar vera auðskiljanlegt,  að  Kína sóttist eftir þeirri viðurkenningu sem hinn einstaki  fríverslunarsamningur við Ísland veitti sem fyrsta skrefið í  aðstöðu hér vegna nýtingar auðæfa Norðurskautsins. Það var í ringulreið hrunsins að Íslendingarr, einir Evrópuþjóða, gerðu slíkan samning. Ekki minni maður en Wen Jiabo, forsætisráðherra Kína, var lúkning samningsins  mjög umhuguð þegar hann  heimsótti Ísland 2012 með 100 manna fylgdarliði. Og þá hafði stærsti ísbrjótur heims, Xue Long, komið til áhersluauka um að Kína væri komið til að vera sem Norðurskautsríki. Í Grímsstaðamálinu, sem blossaði upp  2011,  kom fram hættuleg  aðför Kínverja að okkur Íslendingum. Áróðursbrögð þeirra  voru býsna snjöll. Dulin langtíma markmið Kínverja voru kynnt sem risaátak í túrisma í Norðurþingi og það á tímum sem enga erlenda fjárfestingu á Íslandi var að fá. Skáldið Huang Nabo, einn ríkasti maður Kína,var reiðubúinn tilkaupa á Grímsstöðum á Fjöllum, jarðnæði 300 fkm,  byggingu lúxus hótels og einbýlishúsa með flugvelli og golfvelli.  En kaup Huangs reyndust andstæð lögum landsins.

 

Vináttan landanna var vottuð við mikla gestrisni  í Beijing og landsmenn máttu ætla af sjónvarpaðri viðhöfn,  m.a.á torgi hins himneska friðar,  að nú hefðum við höndlað ávinninginn í hrakförum hrunsins. Kínverjar sáu sem var, að léttan tón mátti slá í samskiptum við Íslendinga með sveitastjórnum í Norðurþingi sem tóku  að sér að reka utanríkispólitík, rétt eins og um úthýsingu til þeirra hefði verið að ræða. Óvænt var að þýska verktakafyrirtækinuBremenports var falið að hefja tæknilega athugun á byggingu gámahafnar í Finnafirði á stærð við þá í Amsterdam  árið 2014. Ekki hefur höfundur orðið var við að gerð hafi  verið opinberlega grein fyrir þessu máli og stöðu þess, eins og með rannsóknarstöðina á Kárhóli nyrðra Spyrja mætti hvort framkvæmdaáætlun Kínverja sem gengur undir heitinu Belti og braut geri ráð fyrir risahöfninni í Finnafirði sem þjóni í senn flutningum yfir norðausturleiðina um Norðurskautið og umsvifum Kínverja á svæðinu. En þetta gæti farist fyrir ef það eru þarfir íslenskra þjóðarhagsmuna, sem ráði ferðinni í Finnafirði.