Niðursoðinn fiskur er hollur

Einar Þór Lárusson fisktæknir og niðursuðufræðingur segir að niðursoðinn fiskur sé ekki óhollur eins og fólk vilji halda. Með þessari geymsluaðferð sé einmitt verið að sneiða hjá því að setja mikið af aukaefnum í matvælin.

Einar Þór er í viðtali í sjávarútvegsþættinum Bryggjunni í kvöld. Linda Blöndal ræðir við hann um niðursuðutæknina á fiskafurðum og feril hans í starfinu.

Einar Þór er fróðastur manna um varðveislu matvæla með niðursuðu. Hann er menntaður í Noregi. Hann hlaut nýsköpunarverðlaun Sjávarklasans í september í fyrra fyrir langan og merkan feril í nýsköpun tengdri íslenskum matvælaiðnaði, aðallega sjávarútvegi. Ferill hans hóst árið 1971 þegar íslenska ríkið ákvað að leggja meiri áherslu á geymslu matvæla með nútímalegri hætti, það er, í niðursöðudósum.

Einar hefur unnið fyrir fyrirtæki eins og Ora en einnig komið að uppbyggingu og mótun Fisktækniskólans í Grindavík og Codlands.

Einar segir hér frá því hvenær og hvernig ferill hans hófst:

Bryggjan er frumsýnd Kl. 21 í kvöld, mánudaginn 16.janúar.

Þátturinn er í umsjón Lindu Blöndal og Sölva Tryggvasonar