Næstversta útkoma xd frá upphafi

Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi bætt við sig 5% fylgi í Reykjavík frá kosningunum 2014 er engu að síður um að ræða næstverstu úrslit flokksins frá upphafi.

Versta útkoman var 2014, en þá var fylgi flokksins 25.7%. Þar á eftir koma úrslitin núna, 30.8%. Þriðja lakasta niðurstaða flokksins frá upphafi var árið 2010, 33.6%.

Árið 2006 var fylgi flokksins 42.1% eða 11.3 prósentustigum meira en núna. Þá myndaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson meirihluta að loknum kosningum og varð borgarstjóri.