Nærri 170 auglýsingar eftir erlendum sjálfboðaliðum

Ólaunuðum starfsmönnum hvort sem þeir kallast sjálfboðaliðar eða starfsnemar hefur fjölgað hratt síðustu misseri í íslensku atvinnulífi. Á vef ASÍ er vakin athygli á þessu og að mest beri á slíku í ferðaþjónustu, landbúnaði og við barnagæslu og heimilisaðstoð. Átaki ASÍ „Einn réttur, ekkert svindl“ er ætlað er að vinna gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Sambandið bendir á að það sé lögbrot að reka efnahagslega starfsemi með sjálfboðaliðum

Nú eru tæplega 170 auglýsingar inni á helstu sjálfboðaliðasíðunum, þar sem í íslenskir atvinnurekendur auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Á vefsíðu ASÍ segir að  í sumum tilfellum reki fyrirtæki sig eingöngu á sjálfboðaliðum og eru jafnvel með vel á annan tug ólaunaðra starfsmanna í vinnu.

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri sagði á Hringbraut í vikunni að skilja verði á milli starfsmanna og sjálfboðaliða. Í tilfellum hins síðarnefna á atvinnurekandinn að bjóða honum vist á hans eigin forsendum en ekki líta á hann sem vinnuafl sem manni stöður á vinnustaðnum. Sjálfboðaliðar eru fyrir utan þann ramma, meira eins og au pair fyrirkomulagið er byggt upp. Sjálfboðaliðinn gerir eitthvað sem annars væri ekki mannað með starfsmanni.

Sumir atvinnurekendur bera fyrir sig að það sé erfitt að fá starfsfólk. Bent er á að Vinnumálastofnun reki evrópska vinnumiðlun, EURES sem hefur lengi miðlað fjölda fólks bæði í landbúnaðarstörf og ferðaþjónustu hér á landi. Þar eru milljónir manna á skrá.