Mynd sem verður eiginlega klassísk á svipstundu

Hér er ljósmynd sem á eiginlega skilið að verða klassík í íslenskum stjórnmálum. Sýnir átakalínur nokkuð vel. Þetta er á fundi sem Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG, boðaði til í Safnahúsinu í dag í mótmælaskyni við þriðja orkupakkann.

Ögmundur er ekki á myndinni, en þarna má sjá fyrrverandi flokksbróður hans, Jón Bjarnason, sem fór á sínum tíma í sérframboð eftir að hafa yfirgefið VG. Þvínæst eru Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, núverandi þingmenn Miðflokksins, svo er það Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, en á bak við glittir í Magnús Þór Hafsteinsson, sem var áður í Frjálslynda flokknum en hefur upp á síðkastið starfað með Flokki fólksins.

Og þar má líka koma auga á Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem situr bak við sína gömlu félaga Ólaf og Karl Gauta.

Nánar hér.