Mynd dagsins: „fannst þetta frekar furðulegt miðað við veðrið á staðnum“

„Á föstudaginn mældist óvenju mikil úrkoma á Seyðisfirði, Bjarka snjóathugunarmanninum okkar fannst þetta frekar furðulegt miðað við veðrið á staðnum.“ 

Þannig hefst færsla Veðurstofu Íslands á Facebook síðu þeirra. Svo virðist sem að tækin hafi ekki verið að gefa frá sér réttar tölur þar sem íbúar á Seyðisfirði fundi ekki fyrir þessari miklu rigningu sem var að mælast í bænum. Var því ákveðið að athuga hvað það væri sem olli þessum furðulegum mælingum. Kom þá í ljós að þröstur nokkur hafi ákveðið að gera sér hreiður í mælinum sjálfum.

„Hann fór því á staðinn og sá þá að þröstur nokkur hafði fengið þá snilldarhugmynd að gera sér hreiður í mælinum. Þetta var kannski ekki alveg heppilegasti staðurinn fyrir hreiðurgerð.“