Mótmæltu með friðar­skila­boðum og blómum

Nokkrir tugir mótmælenda á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga voru í Þjórsárdal í dag til að mótmæla varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018. Um 400 þátttakendur tóku þátt í svokallaðri vetraræfingu í Þjórsárdalnum sem var síðasta æfingin sem fer fram hér á landi.

Mikið úrhelli var í dalnum og hvasst en mótmælendur létu það ekki á sig fá og dreifðu til hermannanna bæði skilaboðum um frið og blómum.

„Við fórum hingað í sögu- og náttúruferð og vissum að það væru hér heræfingar sem við ákváðum að kíkja á. Það var nú svolítið sjokkerandi að sjá 200 hermenn æfa sig í að tjalda í vonda veðrinu og traðka niður hekluskóga í leiðinni. Við vorum að fræðast um þetta skógræktarverkefni á leiðinni,“ segir Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga í samtali við Fréttablaðið í dag.

Nánar á 

https://www.frettabladid.is/frettir/motmaelu-heraefingu-me-friarskilaboum-og-blomum